„Ég kom sjónarmiðum ríkisstjórnarinnar í makríldeilunni á framfæri. Við sækjum það stíft að ná samningum, en grundvölluðum á hagsmunum okkar Íslendinga.“
Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra, í Morgunblaðinu í dag um fund sem hann átti með Mariu Damanaki, sjávarútvegsstjóra Evrópusambandsins, í gærkvöldi.
„Hún kom sínum sjónarmiðum á framfæri um að það væri mikilvægt að ná niðurstöðu sem fyrst því þær viðskiptaþvinganir eða hindranir sem hefur verið hótað myndu hugsanlega koma til. Það er sem sagt viðvarandi ógn ef við finnum ekki lausn fyrr en seinna,“ segir Sigurður Ingi.