Hollendingar beita sér gegn hvalveiðum Íslendinga

Hvalveiðar eru umdeildar.
Hvalveiðar eru umdeildar. AFP

Stjórn­völd í Hollandi hyggj­ast beita áhrif­um sín­um til að koma í veg fyr­ir að ís­lenskt hval­kjöt fari um höfn­ina í Rotter­dam. Alþjóðlegu bar­áttu­sam­tök­in Avaaz söfnuðu yfir millj­ón und­ir­skrift­um gegn hval­veiðum Íslend­inga og voru und­ir­skrift­irn­ar af­hent­ar hol­lenska ut­an­rík­is­ráðherr­an­um.

Sharon Dijksma, ut­an­rík­is­ráðherra Hol­lands, seg­ist ætla að  sann­færa hafn­ar­yf­ir­völd í Rotter­dam, sem og önn­ur hafn­ar­yf­ir­völd í Evr­ópu, um að koma í veg fyr­ir flutn­ing á hval­kjöti.

Avaaz hvatti rík­is­stjórn Hol­lands til að bregðast við áskor­un­inni áður en hval­veiðar hefjast á Íslandi í næstu viku.

Pascal Vollenwei­der, hjá Avaaz, fagn­ar viðbrögðum hol­lenskra stjórn­valda. Ut­an­rík­is­ráðherr­ann hafi með þessu ákveðið að senda hval­veiðimönn­um skýr skila­boð þess efn­is að þeir geti ekki gert ráð fyr­ir því að hægt verði að flytja hval­kjöt til Evr­ópu. Frum­kvæði hol­lenskra stjórn­valda gæti haft víðtæk áhrif í álf­unni.

Dijksma tók á móti und­ir­skrift­un­um í fyrra­dag, en á einni viku skrifuðu 1,1 millj­ón manns nafn sitt á list­ann.

Dijksma greindi þá frá því að hol­lensk stjórn­völd ættu að vinna með hafna­yf­ir­völd­um að því að stöða viðskipti með hval­kjöt. Einnig með öðrum sam­starfsþjóðum í Evr­ópu.

Nán­ar hér.

mbl.is