Óskað eftir umræðu um makríldeiluna

Árni Þór Sigurðsson situr í utanríkismálanefnd Alþingis.
Árni Þór Sigurðsson situr í utanríkismálanefnd Alþingis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

 Árni Þór Sig­urðsson, full­trúi VG í ut­an­rík­is­mála­nefnd Alþing­is, óskaði eft­ir því á fundi nefnd­ar­inn­ar í morg­un að sjáv­ar­út­vegs­ráðherra kæmi á fund nefnd­ar­inn­ar til að ræða stöðuna í mak­ríl­deil­unni.

„Óskin er m.a. sett fram í ljósi þess að Maria Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóri ESB, lét í ljósi þá skoðun á fundi sín­um með Sig­urði Inga Jó­hanns­syni sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra fyrr í þess­um mánuði að samn­ing­ar um mak­ríl­veiðar Íslend­inga yrðu að tak­ast sem fyrst. Það eru einkum Skot­ar sem knýja á um aðgerðir ESB gegn mak­ríl­veiðum Íslend­inga og Fær­ey­inga, sem þeir telja að leiði til of­veiði á mak­ríl, og krefjast þess að mál­inu verði ráðið til lykta hið fyrsta,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá þing­flokki VG.

mbl.is