Vill samningaviðræður í sumar

Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB.
Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB. mbl.is

Evr­ópu­sam­bandið vill að samn­ingaviðræður um mak­ríl­deil­una hefj­ist í sum­ar. Of seint sé að hefja viðræður í haust eins og ís­lensk stjórn­völd hafa lagt áherslu á. Þetta er haft eft­ir Mariu Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins, á frétta­vef breska rík­is­út­varps­ins BBC í dag.

Fram kem­ur í frétt­inni að Íslend­ing­ar verði að semja hratt um lausn máls­ins. Að öðrum kosti standi þeir frammi fyr­ir refsiaðgerðum af hálfu Evr­ópu­sam­bands­ins að sögn Dam­anak­is. Rætt er við sjáv­ar­út­vegs­stjór­ann í tengsl­um við heim­sókn henn­ar til Íslands á dög­un­um þar sem hún ræddi um málið við Sig­urð Inga Jó­hanns­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra. Henni hafi verið tjáð að ís­lensk stjórn­völd vildu bíða þar tl í októ­ber með að hefja samn­ingaviðræður á ný. Haft er eft­ir Dam­anaki að það væri of seint og að samn­ingsafstaða Íslands þyrfti að liggja fyr­ir inn­an nokk­urra vikna.

Sig­urður Ingi seg­ist í sam­tali við frétta­vef Rík­is­út­varps­ins í kvöld vona að um­mæli Dam­anak­is séu til heima­brúks. Þær refsiaðgerðir sem hún vísi til séu ólög­leg­ar að hans mati og hót­an­ir um að beita þeim ekki til þess að bæta sam­skipt­in við Evr­ópu­sam­bandið. Hann hafi verið í sam­skipt­um við Dam­anaki eft­ir fund þeirra um það hvernig hugs­an­lega væri hægt að hefja viðræður á ný um lausn deil­unn­ar.

Frétt BBC

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is