Endurskoða þarf skattlagningu á þá sem nýta náttúruauðlindir, þannig að samræmi sé í álagningu gjalda, að mati Friðriks J. Arngrímssonar, framkvæmdastjóra LÍÚ. Smábátasjómenn eru ánægðir með fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldinu.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu frumvarpið við umræður á Alþingi í gær vegna boðaðrar lækkunar veiðigjalds. Helgi Hjörvar, Samfylkingu, sagði útgerðarmenn og efnafólk fá peninga strax en að skuldug heimili væru sett í nefnd.