Vill refsiaðgerðir gegn Íslandi án tafar

„Grípa verður til refsiaðgerða gegn Fær­eyj­um og Íslandi án taf­ar. Ef haldið verður áfram á mál­um með sama hætti verður eng­in þörf fyr­ir frek­ari fund­ar­höld þar sem það verður eng­inn fisk­ur eft­ir!“

Þetta er haft eft­ir Evr­ópuþing­mann­in­um Pat Gallag­her á vefsíðu írska stjórn­mála­flokks­ins Fianna Fáil vegna mak­ríl­deil­unn­ar. Um­mæl­in féllu í umræðu á Evr­ópuþing­inu þar sem þingmaður­inn gagn­rýndi sjáv­ar­út­vegs­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins, Mariu Dam­anaki, harðlega fyr­ir að hafa ekki gripið til aðgerða gegn Fær­ey­ing­um og Íslend­ing­um þrátt fyr­ir að samþykkt hefði verið lög­gjöf á vett­vangi sam­bands­ins síðastliðið haust sem gerði henni það kleift. Sakaði hann Dam­anaki um að hunsa vilja Evr­ópuþings­ins og ráðherr­aráðsins með því að grípa ekki til refsiaðgerða sem væri óá­sætt­an­legt.

Gallag­her kallaði eft­ir því að fyr­ir­hugaðar refsiaðgerðir gegn Fær­ey­ing­um vegna ein­hliða kvóta­ákvörðunar um norsk-ís­lenska síld­ar­stofn­inn, sem aðallega eiga að snú­ast um bann við út­flutn­ingi á mak­ríl og afurðum úr hon­um til ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins, næðu einnig til mak­ríls þar sem hann væri meðafli með síld­inni. Þá ættu aðgerðirn­ar að sama skapi að bein­ast að eld­islaxi þar sem hann væri fóðraður með fiski­mjöli sem unnið væri bæði úr síld og mak­ríl.

Fram kem­ur í um­fjöll­un­inni að Dam­anaki hafi svarað þing­mann­in­um á þá leið að hún ætti í sam­ræðum við nýja rík­is­stjórn Íslands og að gripið yrði til viðeig­andi ráðstaf­ana ef ís­lensk stjórn­völd reynd­ust ekki reiðubú­in að taka með upp­byggi­leg­um hætti þátt í því að finna lausn á mak­ríl­deil­unni.

Um­fjöll­un­in á vefsíðu Fianna Fáil

mbl.is

Bloggað um frétt­ina