Tæplega 4.900 hafa skrifað undir

mbl.is/Sigurður Bogi

Tæp­lega 4.900 manns hafa ritað und­ir áskor­un á net­inu til Alþing­is um að samþykkja ekki frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar um breyt­ing­ar á lög­um 74 frá 26. júní 2012 þar sem skil­greind eru þau gjöld sem út­gerðinni ber að greiða fyr­ir af­not af sam­eig­in­legri fisk­veiðiauðlind þjóðar­inn­ar.

„Verði Alþingi ekki við þeirri ósk verður þessi und­ir­skriftalisti af­hent­ur herra Ólafi Ragn­ari Gríms­syni for­seta Íslands og hann hvatt­ur til að und­ir­rita ekki lög sem taka til breyt­inga á lög­um nr. 74 frá 26. júní 2012 held­ur vísa þeirri ákvörðun í þjóðar­at­kvæði til eig­enda fisk­veiðiauðlind­ar­inn­ar, ís­lensku þjóðar­inn­ar,“ seg­ir á vef und­ir­skrift­ar­söfn­un­ar­inn­ar.


mbl.is