Áfram rætt um makríl

Morgunblaðið/Helgi Bjarnason

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, gerði grein fyr­ir viðræðum sín­um við Mariu Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins, og öðrum viðræðum sem hafa átt sér stað vegna stöðu mála, á fundi ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is í gær, að sögn Birg­is Ármanns­son­ar, for­manns nefnd­ar­inn­ar.

„Um var að ræða sam­ráðsfund ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar með sjáv­ar­út­vegs­ráðherra út af mak­ríl­deil­unni, enda er gert ráð fyr­ir því að nefnd­in eigi sam­ráð við stjórn­völd í stefnu­mörk­un í mik­il­væg­um ut­an­rík­is­mál­um,“ seg­ir Birg­ir um fund­inn.

Þá bend­ir hann á að inn­an nefnd­ar­inn­ar sé að sjálf­sögðu stuðning­ur við að áfram verði haldið viðræðum við aðrar þjóðir sem hags­muni hafa af mak­ríl­veiðum í Atlants­hafi. „Það er mik­il­vægt að sam­komu­lag ná­ist um veiðar úr þess­um stofni. Um leið leggj­um við þunga áherslu á að stjórn­völd standi fast vörð um hags­muni Íslend­inga í mál­inu,“ seg­ir Birg­ir.

„Ráðherr­ann fór yfir stöðuna í mál­inu og í raun og veru kom fram að nú­ver­andi stjórn­völd fylgja sömu línu í þessu máli og fylgt hef­ur verið af hálfu Íslands að und­an­förnu, þannig að það er í sjálfu sér eng­in breyt­ing þar á,“ seg­ir Árni Þór Sig­urðsson, full­trúi VG í nefnd­inni, um fund­inn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: