Fyrsta ræða yngsta þingmannsins

Jóhanna María í ræðustól.
Jóhanna María í ræðustól.

Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks og jafnframt yngsti þingmaður Íslandssögunnar, hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í morgun.

Í ræðunni biðlaði hún til Alþingis að vinna ötullega að málum er snerta heimilisofbeldi. Hún sagði að hérlendis væru börn viðstödd eina af hverjum þremur tilkynningum til lögreglu um heimilisofbeldi. „Við verðum að beita okkur í forvörnum og úrræðum svo þetta ástand viðhaldist ekki áfram.“

mbl.is