Þriðja hver kona beitt ofbeldi

mbl.is

Meira en ein af hverjum þremur konum í heiminum hefur orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi að því er fram kemur í nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO. Í skýrslunni kemur fram að 38% kvenna sem eru myrtar falla fyrir hendi maka. Ofbeldi er meiriháttar áhrifaþáttur þegar kemur að þunglyndi og öðrum heilsufarsvandamálum kvenna.

Forstjóri WHO, Margaret Chan, segir að ofbeldi gegn konum sé faraldur sem ógni heilsu þeirra.

Í skýrslunni kemur fram að heilbrigðisstarfsfólk þurfi að fá betri leiðbeiningar um hvernig eigi að taka á ofbeldismálum og vinna að forvörnum gegn þeim.

Sjá ítarlega frétt BBC um skýrsluna hér.

mbl.is