Yfir 25 þúsund undirskriftir

Um 25.500 manns hafa skrifað und­ir áskor­un til Alþing­is um að breyta ekki veiðigjald­inu á þeim tveim­ur sól­ar­hring­um sem liðnir eru frá því und­ir­skrift­ar­söfn­un­in var sett á stað.

„Ég hóf und­ir­skrifta­söfn­un­ina vegna þess að mér blöskr­ar þessi for­gangs­röðun rík­is­stjórn­ar­inn­ar; að hún skuli ætla að fella niður þetta veiðigjald en þurfi að hefja niður­skurð í vel­ferðar­kerf­inu á móti þess­um tug­millj­örðum sem tap­ast,“ seg­ir Ísak Jóns­son, ann­ar upp­hafs­manna und­ir­skrifta­söfn­un­ar­inn­ar, í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag.

Á vef und­ir­skrift­ar­söfn­un­ar­inn­ar kem­ur fram að verði þingið ekki við ósk þeirra sem ritað hafa und­ir áskor­un­ina verður list­inn af­hent­ur for­seta Íslands og hann hvatt­ur til að beita mál­skots­rétti sín­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina