Skilað um 17 milljörðum

Morgunblaðið/Eggert

Heild­ar­tekj­ur rík­is­ins vegna veiðigjalda á ár­un­um 2008 til 2012 nema nærri 17 millj­örðum króna, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Fiski­stofu. Er þá miðað við reikn­ings­ár.

Um­tals­verð aukn­ing hef­ur orðið í tekj­um rík­is­ins af veiðigjöld­um á síðustu árum. Þannig námu tekj­ur rík­is­ins af al­menna veiðigjald­inu rétt rúm­um 180 millj­ón­um króna reikn­ings­árið 2008 en árið 2012 námu þær tæp­um 4,7 millj­örðum króna. Þá námu tekj­ur rík­is­ins af sér­staka veiðigjald­inu tæp­um 7,5 millj­örðum í fyrra, frá því dregst þó tæp­lega 2,4 millj­arða af­slátt­ur sem veitt­ur var af gjald­inu.

Álagt al­mennt veiðigjald á nú­ver­andi fisk­veiðiári (1. sept. 2012 - 31. ág­úst 2013) nem­ur 3,7 millj­örðum króna. Álagt sér­stakt veiðigjald nem­ur hins­veg­ar 9,7 millj­örðum á fisk­veiðiár­inu, en af­slátt­ur af því er 2,7 millj­arðar króna.

Enn á þó eft­ir að leggja á og inn­heimta bæði al­mennt og sér­stakt veiðigjald af afla í þeim fiski­teg­und­um sem eru utan kvóta­kerf­is­ins, líkt og t.d. mak­ríl, sem og afla utan kvóta (t.d. strand­veiðiafla). Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Fiski­stofu verður þetta gert í haust.

Jón Gunn­ars­son, formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is, seg­ir nefnd­ina funda um veiðigjalda­frum­varpið í dag og eft­ir helg­ina. Um­sagna­fresti lýk­ur á mánu­dag en nefnd­in er byrjuð að taka á móti gest­um vegna máls­ins. Aðstand­end­ur und­ir­skrifta­söfn­un­ar gegn frum­varp­inu koma á fund nefnd­ar­inn­ar í dag og fund einnig með Sig­urði Inga Jó­hanns­syni sjáv­ar­út­vegs­ráðherra.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: