Íslenskt hvalkjöt óvelkomið til Rotterdam

Hafn­ar­yf­ir­völd í Rotter­dam í Hollandi hafa beðið skipa­fé­lög og hafn­ar­starfs­menn um að hætta að um­skipa ís­lensku hval­kjöti um hafn­ar­svæðið. Í frétta­til­kynn­ingu, sem var send út í gær, segja hafn­ar­yf­ir­völd að eina skipa­fé­lagið sem hafi flutt ís­lenskt hval­kjöt muni nú láta af því.

Fram kem­ur, að lög­um sam­kvæmt sé ekki hægt að banna flutn­ing á hval­kjöti. Gám­ar með frosnu kjöti verði hins veg­ar hafn­ar­svæðinu í skamm­an tíma, á toll­frjálsu svæði, en fari ekki inn á hol­lensk lands­svæði með form­leg­um hætti.

Hafn­ar­yf­ir­völd í Rotter­dam segj­ast gera þetta vegna mót­mæla al­menn­ings og stjórn­valda sem bein­ast gegn hval­veiðum. Þar af leiðandi hafi skipa­fé­lög verið beðin um að hætta að flytja kjötið til Rotter­dam.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir, að á árs­grund­velli sé um það bil 50 gáma frá Íslandi að ræða, sem á svo að flytja á Jap­ans­markað.

Þá hvetja hafn­ar­yf­ir­völd í Rotter­dam önn­ur hafn­ar­yf­ir­völd í Evr­ópu til að bregðast við svipuðum hætti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina