Skiptar skoðanir ekki fyrirstaða

Frá fundinum í dag.
Frá fundinum í dag. mbl.is/Styrmir Kári

„Það er ekk­ert nýtt fyr­ir Evr­ópu­sam­band­inu að ríki sæki um aðild að því þrátt fyr­ir að ekki sé ein­hlít afstaða inn­an rík­is­stjórn­ar þeirra til þess hvort ganga eigi í sam­bandið eða ekki. Það eru mörg dæmi um ríki sem sótt hafa um aðild þó ein­stak­ir ráðherr­ar eða jafn­vel stjórn­mála­flokk­ar hafa verið and­víg­ir henni. Það er vit­an­lega lýðræðis­leg­ur rétt­ur hvers rík­is að sækja um aðild jafn­vel þó skoðanir séu skipt­ar inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar.“

Þetta sagði Árni Páll Árna­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, á fundi sam­eig­in­legr­ar þing­manna­nefnd­ar Alþing­is og Evr­ópuþings­ins vegna um­sókn­ar Íslands um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið sem fram fór í dag. Hann lagði áherslu á að staðið hefði verið með eðli­leg­um hætti að um­sókn­inni þegar henni var komið á fram­færi í júlí 2009 og hún hefði notið fulls lýðræðis­legs umboðs. Þá hefðu ekki aðeins þáver­andi stjórn­ar­flokk­ar samþykkt að sótt yrði um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið held­ur þing­menn úr öll­um flokk­um sem þá hafi átt sæti á Alþingi.

Stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar óljós

Árni Páll sagði stefnu nýrr­ar rík­is­stjórn­ar gagn­vart um­sókn­in um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið vera óljósa. Til stæði að gera skýrslu um stöðu um­sókn­ar­inn­ar og stöðunn­ar inn­an sam­bands­ins en ekki lægi fyr­ir með hvað hætti yrði staðið að gerð henn­ar. Hvort þar yrði um hlut­dræga nálg­un að ræða eða hlut­lausa. Þá flækti það stöðuna að rík­is­stjórn­in hefði ekki fellt úr gildi þings­álykt­un­ina frá ár­inu 2009 sem heim­ilaði að sótt yrði um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið og væri því enn bund­in af henni.

Hann lagði að lok­um áherslu á að meiri­hluti Íslend­inga vildi enn klára viðræðurn­ar við Evr­ópu­sam­bandið sam­kvæmt ít­rekuðum skoðana­könn­un­um und­an­far­in ár. Rík­is­stjórn­in hefði reynt að gera lítið úr þeirri af­stöðu að vilja sjá hvað væri í boði af hálfu sam­bands­ins en það væri eft­ir sem áður lög­mætt sjón­ar­mið. Jafn­vel þó meiri­hluti Íslend­inga vildi ekki ganga í Evr­ópu­sam­bandið sam­kvæmt skoðana­könn­un­um vildi meiri­hlut­inn engu að síður ljúka viðræðunum, sjá út­kom­una og kjósa um hana.

Mis­vís­andi afstaða til um­sókn­ar­inn­ar

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráðherra, svaraði Árna Páli og benti á að skoðanakann­an­ir um af­stöðuna til um­sókn­ar­inn­ar um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið hefðu ým­ist sýnt meiri­hluta fyr­ir því að halda mál­inu áfram eða hætta því. Ásmund­ur Ein­ar Daðason, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og vara­formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is, tók í sama streng.

„Það er rétt sem kom fram hjá for­sæt­is­ráðherra áðan að skoðanakann­an­ir hafa verið nokkuð breyti­leg­ar um það hvort vilji sé fyr­ir því að halda áfram aðild­ar­viðræðum. Þær hafa verið að detta sitt­hvoru meg­in. Stund­um er meiri­hluti fyr­ir því að halda þeim áfram, stund­um er ekki meiri­hluti fyr­ir því að halda þeim áfram. En það er hins veg­ar mjög sterk andstaða við það á meðal ís­lensku þjóðar­inn­ar að ganga í Evr­ópu­sam­bandið.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina