Refsiaðgerðir innan mánaðar?

Frá Þórshöfn í Færeyjum.
Frá Þórshöfn í Færeyjum. Árni Sæberg

„Við hitt­um fyr­ir í dag sjáv­ar­út­vegs­stjóra sem er mjög ákveðinn í að fylgja eft­ir skuld­bind­ing­um sín­um um að stöðva óá­byrga hegðun Fær­ey­inga sem hef­ur bein skaðleg áhrif á starfs­menn sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins. Við erum sér­stak­lega ánægð með að sjáv­ar­út­vegs­stjór­inn hef­ur hafið vinnu sem miðar að því að gripið verði til refsiaðgerða gegn Íslandi og Fær­eyj­um vegna mak­ríl­deil­unn­ar.“

Þetta er haft eft­ir Ger­ard van Bals­foort, for­manni Nort­hern Pelagic Work­ing Group, á frétta­vefn­um World­fis­hing.net í gær en full­trú­ar upp­sjáv­ar­út­gerða inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins funduðu í gær með Mariu Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóra sam­bands­ins, um ein­hliða kvóta­út­hlut­un Fær­eyja í norsk-ís­lenska síld­ar­stofn­inn og mak­ríl­deil­una. Evr­ópu­sam­bandið hef­ur þegar lýst því yfir að gripið verði til refsiaðgerða gegn Fær­ey­ing­um vegna síld­veiða þeirra en hef­ur hins veg­ar ekki til­kynnt um að gripið verði til refsiaðgerða vegna mak­ríl­deil­unn­ar þrátt fyr­ir mik­inn þrýst­ing frá hags­munaaðilum og stjórn­mála­mönn­um inn­an sam­bands­ins.

Fram kem­ur í frétt­inni að full­trú­ar upp­sjáv­ar­út­gerða séu sann­færðir um að fyr­ir­hugaðar refsiaðgerðir gegn Fær­ey­ing­um vegna norsk-ís­lenska síld­ar­stofns­ins verði einnig látn­ar ná til meðafla og þar með talið mak­ríls. Einnig hef­ur verið þrýst á um að aðgerðirn­ar nái til lax á þeim for­send­um að fiski­mjöl úr síld og mak­ríl sé nýtt í Fær­eyj­um sem fóður í lax­eldi. Þá telji full­trú­arn­ir eft­ir fund­inn með Dam­anaki að gripið verði til refsiaðgerða gegn Fær­ey­ing­um inn­an mánaðar.

Frétt World­fis­hing.net

mbl.is