Kate Moss á uppboði fyrir milljónir

Kate Moss klæðist hér gylltum skúlptúr eftir listamanninn Allen Jones
Kate Moss klæðist hér gylltum skúlptúr eftir listamanninn Allen Jones dailymail.co.uk

Ljósmyndir af ofurfyrirsætunni Kate Moss munu fara á uppboð í haust í London.

Á uppboðinu verða ótal ljósmyndir af Moss en einnig listaverk sem tengjast fyrirsætunni. Gylltur skúlptúr sem Moss klæddist fyrir listamanninn Allen Jones verður til dæmis á uppboðinu en listaverkið er talið seljast á um 4-6 milljónir íslenskra króna.

Flestar ljósmyndirnar sem verða á uppboðinu eru stórar og veglegar og aðeins til í takmörkuðu upplagi. Myndir eftir listamenn á borð við Annie Liebovitz, Mary McCartney, Mario Sorrenti, Sam Taylor-Wood, Mario Testino og Ellen von Unwerth verða til sölu og fara eflaust á sæmilega upphæð.

Á seinasta ári seldi fyrirsætan ljósmynd af sér á uppboði og gaf ágóðann til góðgerðarmála.

Ljósmynd eftir Glen Luchford. Myndin sýnir Kate Moss þegar hún …
Ljósmynd eftir Glen Luchford. Myndin sýnir Kate Moss þegar hún var 20 ára. dailymail.co.uk
Listaverk eftir Nick Knight. Verkið sýnir Kate Moss og er …
Listaverk eftir Nick Knight. Verkið sýnir Kate Moss og er talið seljast á um sex milljónir íslenskra króna. dailymail.co.uk
mbl.is