Makrílegg vestar og norðar en áður

Rannsóknamennirnir Kristín Valsdóttir og Agnes Eydal við vinnu sína um …
Rannsóknamennirnir Kristín Valsdóttir og Agnes Eydal við vinnu sína um borð í Bjarna Sæmundssyni. Ljósmynd/Björn Gunnarsson

Við könn­un á hrygn­ingu mak­ríls í síðasta mánuði fund­ust mak­rí­legg í meira mæli í ís­lenskri lög­sögu en í sam­bæri­leg­um leiðangri fyr­ir þrem­ur árum.

Hrygn­ing­ar varð vart suður af Vest­manna­eyj­um og egg fund­ust vest­ar og norðar en áður, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Björns Gunn­ars­son­ar leiðang­urs­stjóra.

End­an­leg­ar niður­stöður eiga að liggja fyr­ir í sept­em­ber, en um fjölþjóðlegt verk­efni er að ræða. Ætis­göng­ur mak­ríls hafa síðustu ár auk­ist mjög norðar og vest­ar og ekki er talið ósenni­legt að einnig sé um að ræða sams kon­ar til­færslu á hrygn­ing­ar­svæði mak­ríls, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þess­ar rann­sókn­ir í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: