Mestur stuðningur við aðild Íslands

mbl.is/Hjörtur

Tæp­lega helm­ing­ur Breta er já­kvæður fyr­ir því að Ísland fái aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, eða 48%, á meðan 24% eru nei­kvæð gagn­vart því. Þetta kem­ur fram í niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar sem fyr­ir­tækið YouGov gerði og birti í gær. Mik­ill meiri­hluti kjós­enda fjög­urra stærstu stjórn­mála­flokka Bret­lands er hlynnt­ur aðild Íslands nema Breska sjálf­stæðis­flokks­ins (UKIP).

Mest­ur stuðning­ur var við aðild Íslands að ESB af þeim ríkj­um sem spurt var um í könn­un­inni en næst í röðinni var Króatía með 37% en Króat­ar urðu form­lega aðilar að sam­band­inu 1. júlí síðastliðinn. Þriðjung­ur, eða 33%, er hins veg­ar and­víg­ur aðild þeirra. Ein­ung­is í til­felli Íslands og Króa­tíu eru fleiri já­kvæðir fyr­ir aðild ríkj­anna en nei­kvæðir.

Rík­in sem spurt var um eru auk Íslands og Króa­tíu: Rúss­land, Serbía, Tyrk­land, Úkraína, Alban­ía, Kasakst­an, Mar­okkó og Ísra­el. Minnst­ur stuðning­ur er við aðild Kasakst­ans eða aðeins 12%. 56% eru hins veg­ar and­víg aðild þess. Þá eru aðeins 15% hlynnt aðild Mar­okkós en 57% and­víg.

Skoðana­könn­un­in var gerð dag­ana 1. og 2. júlí og var úr­takið 1.758 manns. Könn­un­ina í heild má nálg­ast hér.

mbl.is