Greenpeace segjast hafa stöðvað Samskip

Green­peace-sam­tök­in stöðvuðu í gær för skips Sam­skipa við höfn Ham­borg­ar í Þýskalandi. Skipið flyt­ur meðal ann­ars hval­kjöt sam­kvæmt hol­lenskri vefsíðu Green­peace. Skipið er sagt á leið til Jap­ans.

Í yf­ir­lýs­ingu á hol­lenskri síðu sam­tak­anna seg­ir að skip sam­tak­anna hafi stöðvað för skips Sam­skipa. Þar seg­ir einnig að skipið flytji kjöt af hval­teg­und sem sé í bráðri út­rým­ing­ar­hættu, veidd við Íslands­strend­ur.

Mbl.is sagði ný­verið frá því að hafn­ar­yf­ir­völd í Rotter­dam vildu ekki að skip sem flyttu hval­kjöt legðust að bryggju þar í borg.

mbl.is