Mikil óvissa um veiðigjöld

mbl.is/Þorgeir Baldursson

Ef for­set­inn neit­ar nýj­um lög­um um sér­stök veiðigjöld staðfest­ing­ar og lög­in yrðu felld í þjóðar­at­kvæðis­greiðslu yrðu eng­in sér­stök veiðigjöld á næsta fisk­veiðiári, að sögn Jóns Gunn­ars­son­ar, for­manns at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is.

Ástæðan er sú að fisk­veiðiárið hefst 1. sept­em­ber og mjög ólík­legt sé að at­kvæðagreiðslan verði fyr­ir þann tíma. Ekki er hægt að leggja á sér­stakt veiðigjald aft­ur í tím­ann. „Af­leiðing­in yrði sú að ein­ung­is yrði al­menna veiðigjaldið borgað á næsta fisk­veiðiári,“ seg­ir Jón.

Lög­in sem í gildi voru áður en ný lög voru samþykkt eru sögð ófram­kvæm­an­leg og er því ekki unnt að leggja á sér­stök veiðigjöld sam­kvæmt þeim lög­um fyr­ir kom­andi fisk­veiðiár ef nýju lög­in verða felld úr gildi, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál eþtta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: