Strandveiðarnar stöðvaðar á svæði A á morgun

mbl.is/Eggert

Strand­veiðar í júlí verða stöðvaðar á svæði A, frá Eyja- og Miklholts­hreppi til Súðavík­ur­hrepps, frá morg­un­deg­in­um 12. júlí. Síðasti veiðidag­ur mánaðar­ins er því í dag.

Hæg­ar hef­ur gengið að ná strand­veiðiafl­an­um á öðrum svæðum. Ónotaðar heim­ild­ir í hverj­um mánuði flytj­ast á milli mánaða allt til loka strand­veiðitím­ans í ág­ústlok.

Búið var að veiða 91% af leyfðum afla á svæði A þriðju­dag­inn 9. júlí frá því að strand­veiðarn­ar hóf­ust í maí. Á því svæði eru 248 bát­ar með strand­veiðileyfi og höfðu all­ir landað afla nema einn. Heild­arafl­inn var orðin 2.215 tonn og meðalafli í róðri var 558 kg, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Fiski­stofu.

Á svæði B var búið að nýta 76% afla­heim­ilda frá maí til júlí, á svæði C 46%, og á svæði D 75%.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: