Tilmæli umhverfisráðherra gegn flutningi hvalkjöts

mbl.is/ÞÖK

Peter Alt­meier, um­hverf­is­ráðherra Þýska­lands, hef­ur sent yf­ir­völd­um hafna við Norður­sjó bréf þar sem hann mæl­ist til þess að þau leyfi „sjálf­vilj­ug“ ekki flutn­ing hval­kjöts.

„Þýsk­ar hafn­ir ættu ekki að vera ákjós­an­leg­ur kost­ur til um­skip­un­ar hval­kjöts,“ sagði í bréf­inu, sem Alt­meier sendi á þriðju­dag og fjallað er um í Morg­un­blaðinu í dag..

Haft var eft­ir Iris Menn, sér­fræðingi sam­tak­anna í mál­efn­um hafs­ins, á vefsíðu blaðsins Die Welt að bréf ráðherr­ans væri fyrsta skrefið, en hygðist hann axla ábyrgðina til fulls þyrfti hann að beita sér fyr­ir því að flutn­ing­ur hval­kjöts um þýsk­ar hafn­ir yrði bannaður með lög­um. Benti hún á að hafn­ar­yf­ir­völd í Rotter­dam hefðu geng­ist und­ir svipuð til­mæli, en samt leyft flutn­ing hval­kjöts­ins til Ham­borg­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina