Hótanir um refsiaðgerðir öfugverkandi

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, hef­ur sent er­lend­um fjöl­miðlum yf­ir­lýs­ingu í fram­haldi af frétta­manna­fundi Mariu Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins, sem hald­inn var í Brus­sel í gær­kvöldi.

Á fund­in­um kom m m.a. fram að und­ir­bún­ing­ur væri haf­inn að mögu­leg­um viðskiptaaðgerðum gegn Íslandi vegna stöðunn­ar í mak­rílviðræðum. 

Í yf­ir­lýs­ingu ráðherr­ans seg­ir hann Íslend­inga kalla eft­ir sann­gjarnri og skyn­sam­legri lausn á mak­ríl­deil­unni. „Hót­an­ir Evr­ópu­sam­bands­ins um refsiaðgerðir eru öf­ug­verk­andi og óhóf­leg­ar, sér í lagi í ljósi of­veiða Evr­ópu­sam­bands­ins og Nor­egs á mak­ríl. Til­raun­ir til þess að kúga Íslend­inga með því að stinga upp á ólög­mæt­um refsiaðgerðum mun ekki út­kljá þetta brýna og viðkvæma mál. For­sæt­is­ráðherra [Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son] hef­ur í dag enn á ný und­ir­strikað að áformaðar refsiaðgerðir myndu stang­ast á við regl­ur Alþjóðaviðskipta­stofn­un­ar­inn­ar (WTO).“

Sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra sagði enn­frem­ur í yf­ir­lýs­ingu sinni að mak­ríl­stofn­inn væri sam­eig­in­leg auðlind strand­ríkja og stjórn­un stofns­ins ætti að sæta skyn­semi.

Þá benti ráðherr­ann einnig á að Íslend­ing­ar hefðu ákveðið að minnka mak­ríl­kvóta sinn fyr­ir árið 2013 um 15% frá ár­inu á und­an. Að lok­um seg­ist ráðherr­ann vona að lausn deil­unn­ar finn­ist í vís­inda­leg­um rök­um en ekki kúg­un stærri þjóða á þeim minni.

mbl.is