Rauðbirkinn Sigmundur Davíð heillar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og José Manuel Barroso.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og José Manuel Barroso.

„Mikið er Gunn­laugs­son hríf­andi maður.“ Þetta seg­ir írsk­ur blaðamaður, sem virðist hafa fallið kylliflatur fyr­ir sjarma Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar á blaðamanna­fundi í Brus­sel. Íslenski for­sæt­is­ráðherr­ann er eins og fædd­ur til að sveifla sverði, að henn­ar mati.

Mary Ell­en Synon er frétta­rit­ari Irish Daily Mail í Brus­sel og skrif­ar reglu­lega pistla um mál­efni Írlands gagn­vart Evr­ópu­sam­band­inu. Í pistli sín­um í gær seg­ist hún hafa dottið í lukkupott­inn þegar hún fékk að sitja blaðamanna­fund vegna mál­efna Íslands og ESB, þar sem Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son og Jose Manu­el Barroso, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar ESB, sátu fyr­ir svör­um.

„Lík­ams­bygg­ing sem jakka­föt­in gátu ekki falið“

Greini­legt er að Synon er hliðholl málstað Íslands í mak­ríl­deil­unni, enda skrif­ar hún pist­il­inn und­ir fyr­ir­sögn­inni: „Ísland vs. einelti ESB: Vík­ing­ur­inn sýn­ir þeim hvað „sjálf­stæði“ þýðir í raun“.

Nor­ræn ásjóna og lík­ams­b­urðir for­sæt­is­ráðherr­ans virðast hafa höfðað mjög til blaðakon­unn­ar sem þykir Barroso ekki hafa notið sam­an­b­urðar­ins þar sem þeir stóðu hlið við hlið.

„Það  var eins og ís­lenski for­sæt­is­ráðherr­ann hefði stokkið beint út úr hópi vík­inga­leik­ara. Hann var höfðinu hærri en hinn portú­galski Barroso, með rauðleitt, ljóst hár, ljós augu og rjóma­bleikt litaraft - og lík­ams­bygg­ingu sem jakka­föt­in gátu ekki falið. Hann virt­ist erfðafræðilega hannaður til þess að sveifla breiðsverði.“

„Vík­ing­ur­inn“ kann að meta full­veldið

Líkt og mbl.is sagði frá var Sig­mund­ur Davíð spurður út í yf­ir­lýs­ing­ar Maria Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóra ESB, um mak­ríl­veiðar Íslend­inga, en hún sagði að ESB gæti ekki beðið til næsta árs með að bregðast við veiðum Íslend­inga.

Svar for­sæt­is­ráðherr­ans var írska blaðamann­in­um að skapi. „Ég tel ólík­legt að ESB hrindi slík­um refsiaðgerðum í fram­kvæmd, ekki síst refsiaðgerðum sem eru ekki í sam­ræmi við regl­ur WTO og EES-samn­ings­ins. Íslensk stjórn­völd eru til­bú­in að finna lausn á deil­unni,“ sagði Sig­mund­ur Davíð.

Blaðakon­an seg­ir að með svari sínu hafi for­sæt­is­ráðherr­ann verið af­slappaður en þó komið sér beint að efn­inu. „Vík­ing­ur­inn veit hvaða styrk­ur felst í því að halda full­veld­inu.“

Upp­töku af blaðamanna­fundi Barroso og Sig­mund­ar Davíðs má sjá hér að neðan, og dæmi nú hver fyr­ir sig: 

mbl.is