Strandveiðum á svæði B, sem nær frá Strandabyggð til Grýtubakkahrepps, lauk í gær. Veiða mátti 611 tonn samkvæmt reglugerð auk þeirra 105 tonna sem eftir voru frá maí og júní.
Fram að deginum í gær var búið að veiða 675 tonn af þeim 716 sem veiða mátti á þriðja strandveiðitímabilinu.
Aflaheimildir á svæði A, sem nær frá Eyja- og Miklaholtshreppi til Súðavíkurhrepps, kláruðust fimmtudaginn 11. júní en svæði C og D eru enn opin. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu er búist við því að svæði D, á Suðurlandi, verði opið í um viku til viðbótar en ólíklegt að svæði C lokist í bráð.