Hótunum ekki beint að Rússum

„Viðskiptaþving­an­ir munu gera stöðuna erfiðari,“ seg­ir Bene­dikt Jóns­son, sendi­herra Íslands gagn­vart Bretlandi og Írlandi, í sam­tali við írska dag­blaðið Irish Times um mak­ríl­deil­una. Vís­ar hann þar til yf­ir­lýs­ing­ar Mariu Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóra Evr­ópu­sam­bands­ins, fyrr í þess­ari viku um að ákvörðun verði tek­in í lok þessa mánaðar hvort gripið verði til refsiaðgerða gegn Íslandi vegna deil­unn­ar.

Bene­dikt legg­ur áherslu á að viðræður séu væn­legri til ár­ang­urs en orðaskak og spyr enn­frem­ur að því hvers vegna Simon Co­veney, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Írlands sem ít­rekað hef­ur hvatt Evr­ópu­sam­bandið til þess að grípa til aðgerða gegn Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um, hafi ein­ung­is gagn­rýnt mak­ríl­veiðar þess­ara tveggja þjóða og kraf­ist aðgerða gegn þeim en ekki Rúss­um sem einnig stunduðu mikl­ar veiðar úr mak­ríl­stofn­in­um í Norðaust­ur-Atlants­hafi.

Sendi­herr­ann bend­ir enn­frem­ur á að all­ar þjóðirn­ar sem nýttu mak­ríl­stofn­inn væru sam­eig­in­lega að veiða meira en vís­inda­menn ráðlögðu. Íslend­ing­ar væru að veiða 22,7% ráðlagðrar veiði og Evr­ópu­sam­bandið og Norðmenn sam­an 90,3%. „Veiðar Rússa vegna árs­ins 2013 eru áætlaðar 12,6% af því sem vís­inda­menn ráðleggja. Hvernig koma þær sam­an við skil­yrði ESB fyr­ir refsiaðgerðum?“

Þá ít­rek­ar Bene­dikt við Irish Times að ís­lensk stjórn­völd telji að refsiaðgerðir myndu brjóta gegn regl­um Alþjóðaviðskipta­stofn­un­ar­inn­ar (WTO) og 9. grein samn­ings­ins um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES).

Frétt Irish Times

Benedikt Jónsson, sendiherra.
Bene­dikt Jóns­son, sendi­herra.
mbl.is