„Allar hvalafurðir verða seldar“

Kristján Loftsson er viss um að afurðirnar komist á markað.
Kristján Loftsson er viss um að afurðirnar komist á markað. mbl.is/Árni Sæberg

Kristján Lofts­son, for­stjóri Hvals hf., seg­ir að tregða hafn­ar­yf­ir­valda í Rotter­dam við að um­skipa farmi sem inni­held­ur hvalaf­urðir ekki þýða neinn heimsendi fyr­ir fyr­ir­tækið.

Í gær sigldi frakt­skip með sex gáma af langreyðar­kjöti til hafn­ar í Reykja­vík, en ekki hafði tek­ist að koma afurðunum á markað.

Í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag seg­ist Kristján ekki hafa áhyggj­ur af því, og er viss um að hvalaf­urðirn­ar verði seld­ar annaðhvort til Nor­egs eða Jap­ans.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina