Færeyingar hafa fiskað vel

Færeyskir línu- og krókabátar hafa aflað vel að undanförnu.
Færeyskir línu- og krókabátar hafa aflað vel að undanförnu. mbl.is

Fær­eysk­ir línu- og króka­bát­ar veiddu á fyrra helm­ingi árs­ins tæp 1.842 tonn af botn­fiski í ís­lenskri lög­sögu, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Fiski­stofu.

Þetta er nokkuð meiri afli miðað við fyrra ár, en á sama tíma í fyrra var botn­fiskafli Fær­ey­inga hér við land 1.705 tonn. Þorskafl­inn er orðinn 398 tonn, en á sama tíma í fyrra var hann 405 tonn.

Heim­ild­ir fær­eyskra skipa til þorskveiða inn­an ís­lenskr­ar lög­sögu eru 1.200 tonn.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: