Færeyskir línu- og krókabátar veiddu á fyrra helmingi ársins tæp 1.842 tonn af botnfiski í íslenskri lögsögu, samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu.
Þetta er nokkuð meiri afli miðað við fyrra ár, en á sama tíma í fyrra var botnfiskafli Færeyinga hér við land 1.705 tonn. Þorskaflinn er orðinn 398 tonn, en á sama tíma í fyrra var hann 405 tonn.
Heimildir færeyskra skipa til þorskveiða innan íslenskrar lögsögu eru 1.200 tonn.