Þvingunaraðgerðir ESB í uppsiglingu

Mynd úr safni
Mynd úr safni mbl.is/Ómar Óskarsson

Evr­ópu­sam­bandið er komið á fremsta hlunn með að hefja þving­un­araðgerðir gegn Íslandi og Fær­eyj­um vegna mak­ríl- og síld­ar­veiði land­anna.

Aðgerðirn­ar eru til marks um aukna hörku í sam­skipt­um sam­bands­ins við Ísland, en ís­lensk stjórn­völd telja veiðarn­ar hvort tveggja nauðsyn­leg­ar fyr­ir efna­hag lands­ins, auk þess að vera sjálf­bær­ar. Evr­ópu­sam­bandið tel­ur hins veg­ar að ein­hliða aukn­ing mak­ríl­kvót­ans í 112.000 tonn muni leiða til of­veiði á stofn­in­um.

Aðgerðirn­ar myndu fyrst og fremst fel­ast í lönd­un­ar- og flutn­ings­banni á ís­lensk­um mak­ríl í lönd­um Evr­ópu­sam­bands­ins.

Bret­land, Írland, Spánn, Frakk­land og Portúgal eru hlynnt aðgerðunum gegn lönd­un­um. Því eru all­ar lík­ur tald­ar á að bannið verði samþykkt. 

The In­depend­ent grein­ir frá.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina