Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, hefur óskað eftir fundi með starfssystkinum sínum í Færeyjum, Noregi og Evrópusambandinu vegna makríldeilunnar. Þetta kemur fram á vefnum TheFishSite.com.
Í bréfi sem Sigurður Ingi hefur sent til þeirra kemur að taka skjóta ákvörðun í deilunni því ekki sé hægt lengur að bíða með ákvörðun. Ísland hafi leitt umræðuna um að ná samkomulagi og íslensk stjórnvöld vilji ná lausn sem sé öllum deiluaðilum til hagsbóta.
<div id="stcpDiv">Norðmenn og Evrópusambandið hafa tekið vel í beiðni ráðherrans og staðfest þátttöku á fundinum. Þrátt fyrir að ríkisstjórn Íslands hafi óskað eftir því að fundurinn yrði haldinn í ágúst verður hann ekki haldinn fyrr en í byrjun september að beiðni annarra ríkja sem koma að deilunni.
<a href="http://www.thefishsite.com/fishnews/20892/iceland-calls-early-coastal-states-meeting-to-find-solution-to-mackerel-dispute" target="_blank">Sjá nánar hér</a>
</div>