Makrílfundur haldinn í september

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra og Arnór Snæbjörnsson, starfsmaður sjávarútvegsráðuneytisins.
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra og Arnór Snæbjörnsson, starfsmaður sjávarútvegsráðuneytisins. Rósa Braga

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, land­búnaðar- og sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, hef­ur óskað eft­ir fundi með starfs­systkin­um sín­um í Fær­eyj­um, Nor­egi og Evr­ópu­sam­band­inu vegna mak­ríl­deil­unn­ar. Þetta kem­ur fram á vefn­um TheF­ishSite.com.

Í bréfi sem Sig­urður Ingi hef­ur sent til þeirra kem­ur að taka skjóta ákvörðun í deil­unni því ekki sé hægt leng­ur að bíða með ákvörðun. Ísland hafi leitt umræðuna um að ná sam­komu­lagi og ís­lensk stjórn­völd vilji ná lausn sem sé öll­um deiluaðilum til hags­bóta.

<div id="stcpDiv">

Norðmenn og Evr­ópu­sam­bandið hafa tekið vel í beiðni ráðherr­ans og staðfest þátt­töku á fund­in­um. Þrátt fyr­ir að rík­is­stjórn Íslands hafi óskað eft­ir því að fund­ur­inn yrði hald­inn í ág­úst verður hann ekki hald­inn fyrr en í byrj­un sept­em­ber að beiðni annarra ríkja sem koma að deil­unni.

<a href="http://​www.thef­ishsite.com/​fis­hnews/​20892/​ice­land-calls-ear­ly-co­astal-states-meet­ing-to-find-soluti­on-to-mack­erel-disp­u­te" tar­get="_blank">Sjá nán­ar hér</​a>

</div>
mbl.is