Lægra verð gæti kallað á aukinn síldarkvóta

Uppsjávarskipin Finnur Fríði frá Færeyjum og Aðalsteinn Jónsson SU frá …
Uppsjávarskipin Finnur Fríði frá Færeyjum og Aðalsteinn Jónsson SU frá Eskifirði ösla sjóinn undan Suðausturlandi á loðnuvertíðinni 2012. mbl.is/Börkur

Jacob Vesterga­ard, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Fær­eyja, seg­ir að Fær­ey­ing­ar gætu þurft að auka enn síld­arkvóta sinn komi til þess að Evr­ópu­sam­bandið geri al­vöru úr hót­un­um sín­um um að setja lönd­un­ar­bann á síld og mak­ríl frá eyj­un­um.

Ráðherr­ann lýsti í gær von­brigðum sín­um með ákvörðun fisk­veiðinefnd­ar ESB að heim­ila fram­kvæmda­stjórn þess að grípa til refsiaðgerða gegn Fær­ey­ing­um. Mik­il reiði er í Fær­eyj­um vegna máls­ins, en lönd­un­ar­bannið gæti tekið gildi á næstu vik­um, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu um mál þetta Morg­un­blaðinu í dag.

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, hef­ur í sam­töl­um við er­lenda fjöl­miðla lýst mikl­um von­brigðum með að ESB velji að fara leið viðskiptaþving­ana gegn Fær­eyj­um. Þar kem­ur fram það mat ráðherr­ans að þving­an­ir stærri aðila gegn smærri aðilum líkt og ESB stefn­ir í gagn­vart Fær­eyj­um séu ekki leiðin til að leysa deilu­mál á milli vinaþjóða.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: