Gagnrýnir „óþolandi“ hótanir ESB

Gunnar Bragi Sveinsson - utanríkisráðherra
Gunnar Bragi Sveinsson - utanríkisráðherra mbl.is/Eggert

„Það hef­ur ekki verið rætt í rík­is­stjórn að lýsa yfir stuðningi við Fær­ey­inga vegna hót­ana Evr­ópu­sam­bands­ins í þeirra garð. Ég skil hins veg­ar þeirra af­stöðu mjög vel varðandi fyr­ir­hugaðar refsiaðgerðir og tek heils­hug­ar und­ir þeirra gagn­rýni. Það er óþolandi að ESB skuli, í krafti stærðar sinn­ar, beita smáríki hót­un­um sem þess­um.“

Þetta seg­ir Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra, í Morg­un­blaðinu í dag í til­efni af yf­ir­vof­andi refsiaðgerðum sam­bands­ins gegn Fær­eyj­um vegna auk­ins síld­arkvóta.

Seg­ir Gunn­ar Bragi að ef gripið yrði til sam­bæri­legra aðgerða gegn Íslandi yrðu þær tald­ar ólög­leg­ar. „Það er hins veg­ar ekki þar með sagt að við séum endi­lega sam­mála þeirri ákvörðun Fær­ey­inga að auka veiðarn­ar ein­hliða. Viðbrögð ESB eru hins veg­ar ekki til þess fall­in að ljúka mál­inu eða setja það í far­sælli far­veg.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina