„Hálfvelgja sem túlka má sem hugleysi“

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það á að kalla taf­ar­laust sam­an fund for­sæt­is­ráðherra og sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Fær­eyja, Græn­lands og Íslands til að móta sam­eig­in­lega stefnu um vernd lífs­bjarg­ar­inn­ar í sjón­um. Hér á rík­is­stjórn Íslands að sýna frum­kvæði í eig­in þágu og ná­grannaþjóða en ekki hálfvelgju sem túlka má sem hug­leysi.“

Þetta seg­ir Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra, á vefsíðunni Evr­ópu­vakt­in í til­efni af viðtali Morg­un­blaðsins við Gunn­ar Braga Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra í dag. Þar sagði Gunn­ar aðspurður að það hefði ekki verið rætt inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar að lýsa yfir stuðningi við Fær­ey­inga vegna hót­ana Evr­ópu­sam­bands­ins um refsiaðgerðir gagn­vart Fær­eyj­um vegna síld- og mak­ríl­veiða þeirra.

Gunn­ar sagði enn­frem­ur að óþolandi væri að Evr­ópu­sam­bandið beitti smáríki hót­un­um í krafti stærðar sinn­ar. „Það er hins veg­ar ekki þar með sagt að við séum endi­lega sam­mála þeirri ákvörðun Fær­ey­inga að auka [síld-]veiðarn­ar ein­hliða. Viðbrögð ESB eru hins veg­ar ekki til þess fall­in að ljúka mál­inu eða setja það í far­sælli far­veg.“

Björn gagn­rýn­ir rík­is­stjórn­ina og for­vera henn­ar fyr­ir fram­göngu þeirra gagn­vart Fær­ey­ing­um og Græn­lend­ing­um. Þjóðirn­ar tvær hafi líkt og Íslend­ing­ar tekið sér ein­hliða mak­ríl­kvóta og Fær­ey­ing­ar ein­hliða síld­arkvóta en ís­lensk stjórn­völd hins veg­ar hafu meðal ann­ars verið treg til þess að leyfa lönd­un á græn­lensk­um mak­ríl á Íslandi. Þá minn­ir hann á að Íslend­ing­ar og Fær­ey­ing­ar séu banda­menn í mak­ríl­deil­unni.

Björn rifjar upp að í stefnu­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar segi að hún ætli „að vinna að því að Ísland verði leiðandi afl á norður­slóðum og virk­ur þátt­tak­andi í vestn­or­rænu starfi“. Fram­gang­an gagn­vart Fær­eyj­um og Græn­landi sé hins veg­ar ekki í sam­ræmi við það mark­mið. Það sé „hol­ur hljóm­ur í af­stöðu rík­is­stjórn­ar­inn­ar til síld­ar­deilu Fær­ey­inga“.

Pist­ill Björns Bjarna­son­ar í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina