Vill að ESB horfi í eigin barm

Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB.
Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Skosk­ur lögmaður, Don­ald R. Mac­Leod að nafni, rit­ar grein í breska viðskipta­blaðið Fin­ancial Times í dag þar sem hann gagn­rýn­ir Evr­ópu­sam­bandið og sjáv­ar­út­vegs­stjóra þess, Mariu Dam­anaki, harðlega fyr­ir að ætla beita Íslend­inga og Fær­ey­inga refsiaðgerðum vegna meintra ósjálf­bærra mak­ríl- og síld­veiða þeirra í stað þess að horfa til stöðu sjáv­ar­út­vegs­mála inn­an sam­bands­ins.

Mac­Leod, sem í störf­um sín­um legg­ur einkum áherslu á sjáv­ar­út­vegslög­gjöf, seg­ist í grein­inni vera ný­kom­inn heim úr fríi til Ítal­íu þar sem hann hafi séð í fisk­búð lýs­ing boðinn til sölu sem hefði varla náð 8 cm í lengd. Hann bend­ir á að alla­jafna sé lýs­ing­ur ekki seld­ur á opn­um markaði nema hann hafi náð 30-70 cm lengd. Á veit­inga­húsi í ná­grenn­inu hafi hann sömu­leiðis séð skötu­sel og langlúru á boðstól­um sem hafi eng­an veg­inn náð eðli­legri stærð.

„Ég trúi því ekki að þessi dæmi séu und­an­tekn­ing­ar. Ég hef einnig reglu­lega séð smá­fisk boðinn til sölu á mörkuðum i í Bret­an­íu,“ seg­ir Mac­Leod enn­frem­ur. Hann bend­ir á að þessi fisk­ur hljóti að hafa verið veidd­ur á grunn­sævi enda séu full­orðnir fisk­ar alla­jafna veidd­ir á hafi úti. Þá velt­ir hann því fyr­ir sér hvaða net geri það mögu­legt að veiða svo smá­an fisk. Lík­lega séu það þau sömu og hann hafi séð sjó­menn hreinsa á strönd­inni í ná­grenni bæj­ar­ins Montesilvano.

„Þessi ólög­lega starf­semi er Evr­ópu­sam­band­inu til skamm­ar og dreg­ur úr trú­verðug­leika þess. Fyr­ir Íslend­ing­um og Fær­ey­ing­um hljóta yf­ir­lýs­ing­ar Dam­anak­is um áhyggj­ur [af mak­ríl- og síld­ar­stofn­in­um] að virka ósann­fær­andi og ég held að hún ætti að taka á hinni raun­veru­legu rán­yrkju í höfn­un­um hvar sem hún fyr­ir­finnst inn­an sam­bands­ins áður en hún fer að níðast á þess­um litlu norðlægu sam­fé­lög­um í okk­ar nafni,“ seg­ir Mac­Leod að lok­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina