Segir Vigdísi saka forstöðumenn um landráð

Björn Valur Gíslason
Björn Valur Gíslason mbl.is/Ómar Óskarsson

Björn Val­ur Gísla­son, vara­formaður Vinstri grænna, seg­ir að Vig­dís Hauks­dótt­ir, formaður fjár­laga­nefnd­ar, hafi með um­mæl­um sín­um í frétt­um Rík­is­út­varps­ins sakað for­stöðumenn op­in­berra stofn­ana um landráð.

„Þetta er ákveðin her­tækni hjá Evr­ópu­sam­band­inu að lofa fé og æsa upp for­stöðumenn rík­is­stofn­anna og starfs­menn þeirra við það að fá fjár­magn til þess að fara í ein­hver verk­efni,“ sagði Vig­dís meðal ann­ars í sam­tali við Rík­is­út­varpið vegna umræðu um IPA-styrki Evr­ópu­sam­bands­ins.

Um­mæli Vig­dís­ar urðu Birni Val til­efni til skrifa á vefsvæði sitt. Þar seg­ir hann: „Hún vill því meina að for­stöðumenn op­in­bera stofn­ana gangi er­inda er­lendra þjóða gegn greiðslu. Í raun er hún að saka allt þetta fólk um landráð.“

Þá seg­ir Björn Val­ur að for­menn stjórn­ar­flokk­anna verði annaðhvort að taka und­ir álit Vig­dís­ar eða gera það að engu með af­drátt­ar­lausri yf­ir­lýs­ingu. „Vig­dís Hauks­dótt­ir er ekki leng­ur af­sök­un fyr­ir hálf­vita­skap af þessu tagi.“

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Vig­dís Hauks­dótt­ir, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is