Styrkir samningsstöðu Íslands

Útbreiðsla og þéttleiki makríls á íslenska og grænlenska hafsvæðinu.
Útbreiðsla og þéttleiki makríls á íslenska og grænlenska hafsvæðinu. mbl.is/Hafró

Niður­stöður mak­ríl­leiðang­urs haf­rann­sókna­skips­ins Árna Friðriks­son­ar benda til að enn sé mikið af mak­ríl í ís­lenskri lög­sögu.

Held­ur minna mæld­ist en í fyrra, sem var metár, og seg­ir Jó­hann Sig­ur­jóns­son, for­stjóri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, að mun­ur­inn á milli ára sé inn­an skekkju­marka.

Sig­ur­geir Þor­geirs­son, samn­ingamaður í mak­ríl­deil­unni í at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­inu, seg­ir mæl­ing­una nú styrkja samn­ings­stöðu Íslands. „Hvert ár sem líður með þess­ari miklu mak­ríl­gengd í ís­lenskri lög­sögu styrk­ir samn­ings­stöðu okk­ar,“ seg­ir Sig­ur­geir í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina