Segir nýju makrílmælinguna styrkja samningsstöðu Færeyja

Frá Þórshöfn í Færeyjum.
Frá Þórshöfn í Færeyjum.

Jacob Vesterga­ard, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Fær­eyja, seg­ir nýj­ar mæl­ing­ar á út­breiðslu mak­ríls í lög­sögu Fær­eyja, Íslands og Græn­lands styrkja samn­ings­stöðu Fær­eyja í mak­ríl­deil­unni.

Eins og fram kom í Morg­un­blaðinu í gær bend­ir rann­sókn úr 29 daga leiðangri haf­rann­sókna­skips­ins Árna Friðriks­son­ar til að enn sé mikið magn mak­ríls á Íslands­miðum. Sagði Jó­hann Sig­ur­jóns­son, for­stjóri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, að ívið minna magn hefði mælst nú en í fyrra, sem var metár. Mun­ur­inn væri þó inn­an skekkju­marka.

Seg­ir Vesterga­ard að auk­in mak­ríl­gengd í lög­sögu Íslands og Fær­eyja sé að fest­ast í sessi og að til þess hljóti að verða horft þegar Fær­ey­ing­ar ít­reki kröf­ur sín­ar um kvóta til mak­ríl­veiða. Á sama hátt styrki mæl­ing­ar á út­breiðslu síld­ar í fær­eyskri lög­sögu málstað Fær­eyja.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina