Flugvöllur spurning um líf og dauða

Hallgrímur F. Sigurðsson er einn þeirra sem standa að hópnum Hjartað í Vatnsmýrinni, sem hafið hefur undirskriftasöfnun til stuðnings Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýri.

Á fréttamannafundi hópsins í dags sagði Hallgrímur sögu sína, en hann upplifði mikilvægi sjúkraflugs til og frá Reykjavíkurflugvelli á eigin skinni þegar hann lenti í alvarlegu vélsleðaslysi um síðastliðna páska.

Hallgrímur kveður mikilvægi sjúkraflugs um Reykjavíkurflugvöll vera gríðarlegt; í hans tilfelli hafi það verið spurning um líf eða dauða enda skaddaðist hann á ósæð, rétt ofan við hjartað. Hann segir sjúkraflug vera líkt og sjúkrabíl fólks á landsbyggðinni sem þurfi að sækja nauðsynlega læknisþjónustu í höfuðborgina.

mbl.is