Vinna að viðbrögðum við þvingunaraðgerðum

Gunnar Bragi Sveinsson og Stefan Füle stækkunarstjóri Evrópusambandsins á blaðamannafundi …
Gunnar Bragi Sveinsson og Stefan Füle stækkunarstjóri Evrópusambandsins á blaðamannafundi í Brussel. Skjáskot/EbS Channel

Rík­is­stjórn Íslands samþykkti fyr­ir helgi að setja á lagg­irn­ar sér­fræðingat­eymi sem vinna mun að viðbrögðum Íslend­inga við mögu­leg­um þving­un­araðgerðum Evr­ópu­sam­bands­ins gegn Íslandi.

Þetta seg­ir Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra. Hóp­ur­inn mun skoða hvernig best sé að leita rétt­ar Íslend­inga ef af þving­un­araðgerðum verður. Nokkr­ar leiðir séu fær­ar. „Gangi þess­ar hót­an­ir eft­ir eru okk­ur marg­ar leiðir fær­ar til þess að leita rétt­ar okk­ar, þar má til dæm­is nefna gerðardóm auk annarra dóm­stóla. Við mun­um kort­leggja hvaða leið hent­ar best,“ seg­ir Gunn­ar Bragi.

Ekki er búið að skipa í teymið, en Gunn­ar reikn­ar með að Stefán Hauk­ur Jó­hanns­son muni leiða hóp­inn. Í hópn­um verða m.a. sér­fræðing­ar frá ut­an­rík­is­ráðuneyti og at­vinnu­vegaráðuneyti.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: