Löndunarbann ESB tekur gildi eftir viku

Ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB er tilkomin vegna veiða Færeyinga á síld.
Ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB er tilkomin vegna veiða Færeyinga á síld. mbl.is/Helgi Bjarnason

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hef­ur til­kynnt að bann við inn­flutn­ingi og lönd­un á síld og mak­ríl frá Fær­eyj­um taki form­lega gildi viku eft­ir að til­kynn­ing­in er birt í stjórn­artíðind­um ESB (Official Journal). Í til­kynn­ing­unni kem­ur fram að ESB sé að und­ir­búa sam­bæri­leg­ar aðgerðir gegn Íslend­ing­um vegna veiða þeirra á mak­ríl.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að gripið sé til aðgerðanna vegna ósjálf­bærra veiða Fær­ey­inga á síld úr norsk-ís­lenska síld­ar­stofn­in­um. Aðgerðirn­ar feli í sér bann við lönd­um fær­eyskra skipa á síld og mak­ríl sem skip sem Fær­ey­ing­ar stýra hafa veitt úr þess­um stofn­um. Bannið nær einnig til afurða sem unn­ar eru úr afla úr þess­um stofn­um. Þá kem­ur fram í til­kynn­ing­unni að fær­eysk skip fái ekki að leita hafn­ar í ESB-lönd­um nema í neyðar­til­vik­um.

Haft er eft­ir Mariu Dam­anaki, sjáv­ar­út­vegs­stjóra ESB, í til­kynn­ing­unni að það sé ávallt síðasta úrræði að grípa til svona þving­un­araðgerða. Fær­ey­ing­ar hafi átt þann kost að hætta ósjálf­bær­um veiðum, en valið að gera það ekki. „Það má núna vera öll­um ljóst að ESB ætl­ar að nota all­ar leiðir sem eru fær­ar til að tryggja sjálf­bær­ar veiðar á fiski­stofn­um.“

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að ESB eigi í sam­bæri­legri deilu við Ísland vegna stjórn­un­ar á veiðum á mak­ríl. „Fram­kvæmda­stjórn­in hef­ur ekki enn gripið til aðgerða vegna þess­ar­ar deilu. Fram­kvæmda­stjórn­in hef­ur hins veg­ar einnig hafið und­ir­bún­ing að því að hrinda í fram­kvæmd aðgerðum sem kveðið er á um í viðskipta­samn­ingi.“

mbl.is