Danir verða að refsa Færeyingum

Frá Þórshöfn í Færeyjum.
Frá Þórshöfn í Færeyjum.

Taki refsiaðgerðir Evr­ópu­sam­bands­ins gegn Fær­ey­ing­um gildi vegna mak­ríl- og síld­veiða þeirra, sem gert er ráð fyr­ir að ger­ist inn­an átta daga, eiga Dan­ir þess einn kost að fram­fylgja aðgerðunum og meina fær­eysk­um fiski­skip­um að landa í dönsk­um höfn­um. Þetta sagði Kar­en Hækk­erup, mat­vælaráðherra Dan­merk­ur, á fundi í dag í þing­nefnd um mál­efni Fær­eyja á veg­um danska Þjóðþings­ins sam­kvæmt fær­eyska frétta­vefn­um Portal.fo.

„Við get­um ekki gert annað en að fram­fylgja ákvörðunum Evr­ópu­sam­bands­ins þar sem Evr­ópu­dóm­stóll­inn beit­ir sér að öðrum kosti gegn okk­ur. Við höf­um ákveðnar skuld­bind­ing­ar sem ESB-aðild­ar­ríki og þær hafa Fær­ey­ing­ar ekki og því mun­ur á,“ sagði Hækk­erup í sam­tali við frétta­vef­inn eft­ir fund­inn en Fær­eyj­ar eru ekki í sam­band­inu. Fram kem­ur að ráðherr­ann hafi þó ekki misst alla von enn þar sem danska ut­an­rík­is­ráðuneytið hafi óskað eft­ir því við Evr­ópu­sam­bandið að það falli frá boðuðum refsiaðgerðum á meðan deil­an er til meðferðar hjá gerðardómi Sam­einuðu þjóðanna.

„Ég skil ekki að danska rík­is­stjórn­in skuli velja Evr­ópu­sam­bandið fram yfir sína eig­in þegna í ríkja­sam­band­inu og ég vildi óska að stjórn­in gengi gegn ákvörðunum sam­bands­ins í þessu máli,“ hef­ur Portal.fo eft­ir Søren Es­per­sen, þing­manni Danska þjóðarflokks­ins, sem sat fund þing­nefnd­ar­inn­ar og óskaði eft­ir því að Hækk­erup kæmi á fund henn­ar.

Nán­ar verður fjallað um fyr­ir­hugaðar refsiaðgerðir ESB gegn Fær­ey­ing­um í Morg­un­blaðinu á morg­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina