Lifnað hefur yfir hrefnuveiðum

Hrefna í Faxaflóa.
Hrefna í Faxaflóa. mbl.is/Jim Smart

Held­ur lifnaði yfir hrefnu­veiðum í síðustu viku og var fimm dýr­um landað, þrjár þeirra veidd­ust í Faxa­flóa og tvær í Ísa­fjarðar­djúpi.

Alls hafa 35 hrefn­ur veiðst í sum­ar og er það svipað og í fyrra, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Gunn­ar Berg­mann Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Hrefnu­veiðimanna, seg­ist gera sér von­ir um að alls verði veidd rúm­lega 40 dýr í ár, en til að anna vax­andi markaði í versl­un­um og veit­inga­hús­um allt árið þyrfti veiðin að vera yfir 50 dýr.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: