„Við útilokum ekkert“

Sigurður Ingi Jóhannesson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fyrir miðju.
Sigurður Ingi Jóhannesson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fyrir miðju. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við höf­um verið að vinna með Fær­ey­ing­um síðustu vik­ur, skipt­ast á upp­lýs­ing­um og haft full­komið sam­ráð við þá vegna aðgerða Evr­ópu­sam­bands­ins og þess sem má vænta. Við mun­um að sjálf­sögðu halda því áfram. Yf­ir­lýs­ing rík­is­stjórn­ar­inn­ar kom nátt­úru­lega bara á föstu­dag­inn og það get­ur vel verið að við bregðumst við aft­ur þegar að það ligg­ur fyr­ir hvaða aðgerðir sam­bandið ætl­ar í.“

Þetta seg­ir Sig­urður Ingi Jó­hann­es­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, í sam­tali við mbl.is spurður að því með hvaða hætti ís­lensk stjórn­völd ætli að bregðast við ákvörðun Evr­ópu­sam­bands­ins um að beita Fær­ey­inga refsiaðgerðum vegna mak­ríl- og síld­veiða þeirra og hót­un­um sam­bands­ins um refsiaðgerðir gegn Íslandi. Hann seg­ir einnig koma til greina að beitt verði öll­um leiðum til þess að koma þeim sjón­ar­miðum ís­lenskra stjórn­valda á fram­færi að um ólög­mæt­ar aðgerðir sé að ræða og að fara eigi aðrar leiðir til þess að leysa slík ágrein­ings­mál.

Þigg­ur fund­ar­boð en held­ur áfram að hóta

Spurður hvort Ísland kunni að grípa til ein­hverra aðgerða til þess að styðja Fær­ey­inga seg­ir hann: „Það er nátt­úru­lega starf­andi starfs­hóp­ur sem meðal ann­ars er að kort­leggja mögu­leg viðbrögð okk­ar. Hann vinn­ur það meðal ann­ars með Fær­ey­ing­um þar sem menn skipt­ast á upp­lýs­ing­um. Það er ekk­ert úti­lokað að eitt­hvað komi frá þeim sem menn telja skyn­sam­legt að grípa til. Það er sem sagt verið að kort­leggja stöðuna, við úti­lok­um ekk­ert og telj­um þetta ólög­mæt­ar aðgerðir og mót­mæl­um þeim harðlega eins og við höf­um gert og telj­um að það eigi að fara aðrar leiðir að því að ná niður­stöðu í þessi mál. Síðan höf­um við bent á að ef Evr­ópu­sam­bandið treyst­ir sér til þess að ráðast gegn Fær­ey­ing­um og síðan okk­ur þá ættu þeir sam­kvæmt jafn­ræðis­reglu að ráðast gegn Rúss­um jafn­framt,“ seg­ir ráðherr­ann.

Sig­urður Ingi seg­ir enn­frem­ur ljóst að hót­an­ir Evr­ópu­sam­bands­ins haldi áfram í garð Íslands. Meðal ann­ars í til­kynn­ingu sam­bands­ins um refsiaðgerðirn­ar gegn Fær­ey­ing­um. Slíkt sé ekki frek­ar en fyrri dag­inn til þess fallið að leysa mak­rí­deil­una. Hún verði aðeins leyst við samn­inga­borðið en sam­bandið hafi þegið boð um að mæta ásamt öðrum aðilum máls­ins til fund­ar um það í sept­em­ber. Ráðherr­ann bend­ir á tví­skinn­ung sem í þessu fel­ist. Evr­ópu­sam­bandið sé á aðra hönd­ina reiðubúið að halda áfram að reyna að ná samn­ing­um um mak­ríl­inn en hóti öllu illu með hinni.

„Við höf­um æv­in­lega sagt það að svona hót­an­ir um aðgerðir sem við telj­um ólög­mæt­ar geti ekki annað en eitrað and­rúms­loftið.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina