Bjartsýnir á að rætist úr veiðum

Góð veiði var í Steingrímsfirði í kringum verslunarmannahelgi og síðustu …
Góð veiði var í Steingrímsfirði í kringum verslunarmannahelgi og síðustu daga hefur veiðst vel við Snæfellsnes og út af Reykjanesi. mbl.is/Árni Sæberg

Smá­báta­sjó­menn komust í feitt við Voga á Vatns­leysu­strönd í gær þar sem greini­lega mátti sjá gríðar­stór­ar spriklandi mak­ríltorf­ur í sjáv­ar­borðinu. Veiðarn­ar hafa gengið hægt fram að þessu og mik­ill tími farið í að leita uppi mak­ríl­inn.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda, menn engu að síður bjart­sýna á að úr sé að ræt­ast. Hann seg­ir ljóst að miðað við þann fjölda báta sem stundi veiðarn­ar þurfi að bæta í færa­pott­inn, sem nú er 3.200 tonn, en mak­ríl­veiðar smá­báta­sjó­manna séu mik­il lyfti­stöng fyr­ir dreifðar byggðir.

Vinnslu­skip­um sem frysta mak­ríl­inn um borð hef­ur fjölgað út af Snæ­fellsnesi og Breiðafirði síðustu daga, þar sem vel hef­ur veiðst af góðum og óblönduðum mak­ríl.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: