Lars Emil Johansen, forseti grænlenska Landsþingsins segir færeyska síld vera velkomna á Grænlandi. Færeyingar eru uggandi yfir yfirvofandi refsiaðgerðum ESB gegn þeirra vegna síldardeilunnar.
Þetta kemur fram í frétt færeyska fréttamiðilsins Portal.
Johansen segir það nauðsynlegt fyrir þjóðirnar tvær að standa saman og býður Færeyingum því að landa síld og makríl á Grænlandi.
Vest-norræna ráðið hefur að undanförnu fundað á Grænlandi og fordæmir ráðið aðgerðir ESB, en þar er Johansen fráfarandi formaður.
Segist ráðið leggja áherslu á að það framferði sem ESB hafi haft í þessu máli getur ekki viðgengst í alþjóðasamskiptum. og mótmælir því að ESB nýti stærð sína og styrk til að hóta friðsælum grönnum sínum.
Grænland er ekki aðildarríki ESB og vill Johansen því koma grannþjóð þeirra til bjargar með því að bjóða færeysk síldarskip velkomin í grænlenskar hafnir.