Færeysk síld velkomin til Grænlands

Frá Nuuk, höfuðborg Grænlands.
Frá Nuuk, höfuðborg Grænlands. Skapti Hallgrímsson

Lars Emil Johan­sen, for­seti græn­lenska Landsþings­ins seg­ir fær­eyska síld vera vel­komna á Græn­landi. Fær­ey­ing­ar eru ugg­andi yfir yf­ir­vof­andi refsiaðgerðum ESB gegn þeirra vegna síld­ar­deil­unn­ar.

Þetta kem­ur fram í frétt fær­eyska fréttamiðils­ins Portal.

Johan­sen seg­ir það nauðsyn­legt fyr­ir þjóðirn­ar tvær að standa sam­an og býður Fær­ey­ing­um því að landa síld og mak­ríl á Græn­landi.

Vest-nor­ræna ráðið hef­ur að und­an­förnu fundað á Græn­landi og for­dæm­ir ráðið aðgerðir ESB, en þar er Johan­sen frá­far­andi formaður.

Seg­ist ráðið leggja áherslu á að það fram­ferði sem ESB hafi haft í þessu máli get­ur ekki viðgengst í alþjóðasam­skipt­um. og mót­mæl­ir því að ESB nýti stærð sína og styrk til að hóta friðsæl­um grönn­um sín­um.

Græn­land er ekki aðild­ar­ríki ESB og vill Johan­sen því koma grannþjóð þeirra til bjarg­ar með því að bjóða fær­eysk síld­ar­skip vel­kom­in í græn­lensk­ar hafn­ir.

mbl.is