Fulltrúi ESB kallaður á teppið

mbl.is/Hjörtur

Full­trúi Evr­ópu­sam­bands­ins á Íslandi hef­ur verið kallaður á fund ís­lenskra stjórn­valda vegna hót­ana sam­bands­ins um viðskiptaaðgerðir gegn Íslend­ing­um vegna mak­ríl­veiða. Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu að ástæða fund­ar­ins hafi verið frétta­til­kynn­ing fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins síðastliðinn þriðju­dag um fyr­ir­hugaðar aðgerðir sam­bands­ins gegn Fær­ey­ing­um vegna síld­veiða þeirra en þar hafi verið staðfest að fram­kvæmda­stjórn­in sé einnig að und­ir­búa slík­ar aðgerður gegn Íslandi vegna mak­ríl­veiða.

„Á fund­in­um gerðu full­trú­ar ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins full­trúa ESB grein fyr­ir þeirri af­stöðu ís­lenskra stjórn­valda að slík­ar aðgerðir myndu ein­ung­is spilla fyr­ir samn­ings­mögu­leik­um í deil­unni. Ísland hafi ít­rekað sýnt samn­ings­vilja, nú síðast með boði um strand­ríkja­fund í Reykja­vík í byrj­un sept­em­ber, sem all­ir deiluaðilar hafi þekkst. Vax­andi hót­an­ir um viðskiptaaðgerðir spilli veru­lega fyr­ir því and­rúms­lofti sem þær viðræður fari fram í. Jafn­framt var vísað til yf­ir­lýs­ing­ar rík­is­stjórn­ar fyr­ir helgi og ít­rekað að þó Ísland styddi ekki kröf­ur Fær­ey­inga í síld­ar­mál­inu þá mót­mæltu stjórn­völd harðlega aðgerðum ESB þar sem Ísland teldi að aðgerðir af þessu tagi væru ekki til þess falln­ar að stuðla að lausn, held­ur þvert á móti,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þá var mik­il­vægi þess að lok­um áréttað að vanda til upp­lýs­inga­miðlun­ar í þess­ari viðkvæmu deilu. Það hjálpaði alls ekki að spyrða mak­r­íl­málið og síld­ar­málið sam­an eins og gert hafi verið í frétta­til­kynn­ingu fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar.

mbl.is