Umsóknin hefur ekki verið afturkölluð

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gunn­ar Bragi Sveins­son ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir í svari til Árna Páls Árna­son­ar for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar að hlé hafi verið gert á aðild­ar­viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið en um­sókn­in hafi ekki verið aft­ur­kölluð.

Árni Páll sendi Gunn­ari Braga Sveins­syni bréf síðastliðinn mánu­dag þar sem hann ósk­ar eft­ir svör­um við nokkr­um spurn­ing­um um aðild­ar­um­sókn og samn­ingaviðræður Íslands við Evr­ópu­sam­bandið. 

Vís­ar í lög­fræðilega álits­gerð

Gunn­ar Bragi hef­ur nú svarað bréfi Árna Páls. Kem­ur fram í svari Gunn­ars Braga að hlé hef­ur verið gert á aðild­ar­viðræðunum, en að um­sókn­in hafi ekki verið aft­ur­kölluð. Í svari sínu við spurn­ingu Árna Páls um hvort ut­an­rík­is­ráðherra telji lög­mætt að fylgja ekki álykt­un Alþing­is frá 16. júlí 2009, held­ur ganga þvert gegn efni henn­ar án und­an­geng­inn­ar umræðu og nýrr­ar ákvörðunar Alþing­is, vís­ar Gunn­ar Bragi í lög­fræðilega álits­gerð. 

 Sjá svör Gunn­ars Braga í heild:

1) Hef­ur aðild­ar­um­sókn Íslands verið aft­ur­kölluð eða henni frestað að þjóðrétt­ar­lega gild­um hætti, sam­an­ber for­dæmi Sviss og Möltu?


SVAR Fyr­ir ligg­ur að hlé hef­ur verið gert á aðild­ar­viðræðum. Aðild­ar­um­sókn hef­ur ekki verið aft­ur­kölluð. Full­trú­um ESB, þ.m.t. stækk­un­ar­stjóra og nú­ver­andi for­mennsku­ríki, hef­ur verið gerð grein fyr­ir þessu.

2) Sam­ræm­ist skiln­ing­ur ESB á stöðu Íslands yf­ir­lýst­um skiln­ingi ut­an­rík­is­ráðherra á stöðu Íslands sem „fyrr­ver­andi um­sókn­ar­rík­is“?

SVAR ESB hef­ur sýnt ákvörðun nýrr­ar rík­is­stjórn­ar skiln­ing. Ekki hef­ur annað komið fram en að ESB telji Ísland áfram um­sókn­ar­ríki þar sem aðild­ar­um­sókn hef­ur ekki verið dreg­in til baka. Hinu er ekki að leyna að viss­ar spurn­ing­ar vakna þar um í ljósi ákv­arðana ESB um að hætta IPA-verk­efn­um hér á landi á sama tíma og haldið er fram að þeir styrk­ir séu fyr­ir lönd í aðild­ar­viðræðum.

3) Hafa ís­lensk­ir ráðherr­ar sjálf­ir eða emb­ætt­is­menn í þeirra umboði tjáð ESB form­lega eða óform­lega um ákvörðun Íslands að hætta aðild­ar­ferli? Með hvaða hætti var það gert?

SVAR Stefna nýrr­ar rík­is­stjórn­ar er að gera hlé á ferl­inu og hefja það ekki aft­ur nema að und­an­geng­inni þjóðar­at­kvæðagreiðslu. Stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar hef­ur verið kynnt ESB á fundi ut­an­rík­is­ráðherra og stækk­un­ar­stjóra ESB og ut­an­rík­is­ráðherra Lit­há­ens sem nú fer með for­mennsku í ESB.

4) Ef svarið við spurn­ingu 3 er já­kvætt þarf að spyrja hvaða ís­lenskt stjórn­vald hafi ákveðið að draga um­sókn Íslands um aðild að ESB til baka? Hvaða stjórn­vald tók þá ákvörðun, hvenær og með vís­an til hvaða rétt­ar­heim­ilda og á hvaða lög­mæt­is­grund­velli? Hvar var sú ákvörðun birt?

SVAR Svarið við spurn­ingu 3 er ekki já­kvætt.

5) Tel­ur ut­an­rík­is­ráðherra ekki að aðild­ar­viðræður við Evr­ópu­sam­bandið séu mik­il­vægt stjórn­ar­mál­efni í skiln­ingi 17. grein­ar stjórn­ar­skrár? Hvernig hef­ur málið verið tekið á form­lega dag­skrá og til form­legr­ar af­greiðslu í rík­is­stjórn, í sam­ræmi við skýra niður­stöðu Lands­dóms frá 2012?

SVAR Stefna nýrr­ar rík­is­stjórn­ar ligg­ur fyr­ir í stjórn­arsátt­mála um að gera hlé á aðild­ar­viðræðum. Aðild­ar­um­sókn hef­ur ekki verið dreg­in til baka. Þessi stefnu­mörk­un kall­ar ekki á sér­staka samþykkt rík­is­stjórn­ar. Ut­an­rík­is­ráðherra hef­ur hins veg­ar farið með mál­efni aðild­ar­um­sókn­ar að ESB ít­rekað inn í rík­is­stjórn til um­fjöll­un­ar, m.a. í aðdrag­anda fund­ar hans með stækk­un­ar­stjóra ESB. Þar hef­ur málið verið á form­legri dag­skrá á grund­velli minn­is­blaða ut­an­rík­is­ráðherra.

6) Er ut­an­rík­is­ráðherra ekki þeirr­ar skoðunar að staða Íslands í samn­ingaviðræðum við Evr­ópu­sam­bandið sé meiri­hátt­ar ut­an­rík­is­mál, sbr. 24. grein þing­skap­a­laga? Hvaða efn­is­legt sam­ráð hafði ut­an­rík­is­ráðherra við ut­an­rík­is­mála­nefnd, hvenær og hvaða umboð sótti hann til nefnd­ar­inn­ar?

SVAR Ut­an­ríki­ráðherra sæk­ir umboð sitt til Alþing­is og starfar í krafti þess meiri­hluta sem þar er nú. Ut­an­rík­is­ráðherra er sam­mála því að aðild­ar­viðræður við ESB sé meiri­hátt­ar ut­an­rík­is­mál enda kom ráðherra á fund nefnd­ar­inn­ar 4. júlí s.l. þar sem hann gerði grein fyr­ir stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar í mál­inu og fundi sín­um með stækk­un­ar­stjóra ESB.

7) Tel­ur ut­an­rík­is­ráðherra lög­mætt að fylgja ekki álykt­un Alþing­is frá 16. júlí 2009, held­ur ganga þvert gegn efni henn­ar án und­an­geng­inn­ar umræðu og nýrr­ar ákvörðunar Alþing­is? Tel­ur ut­an­rík­is­ráðherra sig þá jafn óbund­inn af öðrum álykt­un­um Alþing­is um ut­an­rík­is­mál?
SVAR Sjá meðf. álits­gerð.

 Sjá álits­gerðina

mbl.is