Færeyingar lokuðu ekki Dani

Frá Þórshöfn í Færeyjum.
Frá Þórshöfn í Færeyjum.

Vegna fyr­ir­hugaðra refsiaðgerða Evr­ópu­sam­bands­ins gegn Fær­ey­ing­um vegna síld­veiða þeirra hef­ur verið rifjað upp þar í landi að árið 1996 hefðu fær­eysk stjórn­völd ekki lokað höfn­um sín­um fyr­ir dönsk­um síld­veiðiskip­um þrátt fyr­ir þrýst­ing frá Íslandi, Nor­egi og Rússlandi um að gera það.

Fær­eysk­ir fjöl­miðlar hafa fjallað um þetta und­an­farna daga en árið 1996 stóð yfir síld­veiðideila í kjöl­far þess að Evr­ópu­sam­bandið ákvað að taka sér ein­hliða 150 þúsund tonna kvóta úr norsk-ís­lenska síld­ar­stofn­in­um. Norðmenn og Íslend­ing­ar deildu þá við Dani um veiðarn­ar úr stofn­in­um. Evr­ópu­sam­bandið hafði þá ekki verið viður­kennt sem strand­ríki og þar með beinn aðili að slík­um deil­um en það gerðist árið eft­ir.

Dönsk stjórn­völd fóru fram á það við Fær­ey­inga að þeir lokuðu ekki höfn­um sín­um þrátt fyr­ir þrýst­ing frá Norðmönn­um og Íslend­ing­um og urðu þeir við því. Nú ætli Evr­ópu­sam­bandið hins veg­ar að refsa Fær­ey­ing­um fyr­ir að taka sér ein­hliða síld­arkvóta. Dan­ir séu þó í ann­arri stöðu nú en Fær­ey­ing­ar 1996 enda séu þeir hluti af sam­band­inu og séu þar með skuld­bundn­ir til þess að fram­fylgja ákvörðunum þess. Þar með talið að refsa Fær­ey­ing­um komi til þess.

Fram kem­ur í frétt­inni að Fær­ey­ing­ar hafi rifjað þessa sögu upp í sam­skipt­um sín­um við danska ut­an­rík­is­ráðuneytið vegna síld­ar­deil­unn­ar.

mbl.is