Banna löndun á færeyskri síld

Frá Færeyjum.
Frá Færeyjum. Ómar Óskarsson

Yf­ir­völd í Nor­egi bönnuðu fyr­ir helgi lönd­un á síld frá Fær­eyj­um þar í landi. Þetta kem­ur fram á norska frétta­vefn­um Nati­on­en en þar seg­ir að bannið komi til vegna veiði Fær­ey­inga á síld um­fram kvóta sem þeim var út­hlutað. 

Bann Evr­ópu­sam­bands­ins við inn­flutn­ingi og lönd­un á síld og mak­ríl frá Fær­eyj­um tek­ur form­lega gildi á morg­un. Í til­kynn­ingu frá Evr­ópu­sam­bandi kom fram að gripið væri til aðgerðanna vegna ósjálf­bærra veiða Fær­ey­inga á síld úr norsk-ís­lenska síld­ar­stofn­in­um. Aðgerðirn­ar fela í sér bann við lönd­un fær­eyskra skipa á síld og mak­ríl sem skip sem Fær­ey­ing­ar stýra hafa veitt úr þess­um stofn­um.

Frétt Nati­on­en

mbl.is