Fréttakona CNN áreitt í beinni á Indlandi

Atvikið náðist á myndband.
Atvikið náðist á myndband.

Í nýlegri umfjöllun um kynferðislegt ofbeldi á Indlandi sagði fréttakona CNN eigin reynslusögu af því þegar hún var fréttaritari fréttastöðvarinnar á Indlandi um fimm ára skeið.

Fréttakonan, Sara Sider, var á vettvangi að flytja fréttir í beinni útsendingu af hryðjuverkunum í Mumbai árið 2008. Mikið öngþveiti var í kringum hana þegar tveir karlar gengu upp að henni og myndatökumanninum til að spyrja hvers vegna þeim væri ýtt frá vettvangi hryðjuverkanna en þau fengju að vera þar. Ringulreið skapaðist í kjölfarið og þvaga karla í kringum Sider stækkaði.

Skyndilega slokknuðu ljósin. „Þá var gripið í mig, káfað á mér og ég kreist á stöðum sem ég vil ekki einu sinni nefna,“ útskýrir Sider. „Ég þurfti bókstaflega að brjóta mér leið gegnum þvöguna og hið sama gilti um ungu konuna mér við hlið, sem var framleiðandi minn.“ Hún sagði mennina að baki sér hafa bókstaflega stokkið á sig þegar ljósin slokknuðu.

Umfjöllun Sider og myndbandið má sjá hér.

mbl.is